Enski boltinn

Sigurlíkur Liverpool lækkuðu bara um fimm prósent

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah liggur í grasinu í gær.
Mohamed Salah liggur í grasinu í gær. Getty/Shaun Botterill
Tölfræðisíðan Fivethirtyeight reiknar jafnan út sigurlíkur liða í leikjum og mótum og enska úrvalsdeildin er þar engin undantekning.

Margir vilja eflaust vita hversu mikil áhrif fyrsta deildartap Liverpool á tímabilinu hafi á möguleika liðsins á því að verða enskur meistari í fyrsta sinn í 29 ár.

Samkvæmt mati Fivethirtyeight eru sigurlíkur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni ennþá 73 prósent þrátt fyrir tapið á móti Manchester City í gærkvöldi.





Manchester City vann leikinn 2-1 og minnkaði forskot Liverpool á toppnum niður í fjögur stig. Liverpool hefði náð tíu stiga forskoti á City með sigri og lærisveinar Pep Guardiola urðu því að vinna sem og þeir gerðu.

Fyrir leikinn voru 78 prósent líkur á því að Liverpool yrði enskur meistari í vor en líkurnar lækkuðu um fimm prósent og eru núna 73 prósent.

Sigurlíkur Manchester City fóru út 19 prósentum upp í 25 prósent. Það eru síðan tvö prósent líkur á því að Tottenham liðið verði Englandsmeistari í maí.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×