Innlent

Innan við 3% atvinnulaus í nóvember

Kjartan Kjartansson skrifar
Vinnuafli fjölgaði um 6.900 manns frá nóvember 2017 til nóvember í fyrra.
Vinnuafli fjölgaði um 6.900 manns frá nóvember 2017 til nóvember í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór
Hlutfall atvinnulausar af vinnuafli var 2,9% í nóvember samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það er rúmlega prósentustigi fleiri en voru án atvinnu í sama mánuði í fyrra. Alls voru um 8.300 manns án vinnu og í atvinnuleit í nóvember.

Í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar fyrir nóvember kemur fram að 204.700 manns á aldrinum 16-74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði, jafngildi 81% atvinnuþátttöku. Hlutfall starfandi fólks var 78,7% af mannfjölda.

Vinnuaflið stækkaði um 6.900 manns á milli ára og hlutfall af mannfjölda jókst um 0,6 prósentustig. Stafandi fólki fjölgaði um 4.500 manns en hlutfall þess af mannfjölda lækkaði um 0,3 prósentustig.

Nú reyndust 2.400 fleiri án atvinnu en í sama mánuði árið 2017 en þá var 3.500 atvinnulausir, um 1,8% af vinnuaflinu.

Þeim sem voru utan vinnumarkaðar fækkaði lítilega á milli ára. Þeir voru 48.200 í nóvember árið 2017 en 47.900 í fyrra.

Þegar tekið hefur verið tillit til árstíðarbundinna þátta á vinnumarkaði telst atvinnuleysi hafa verið 3,6% í nóvember.

Atvinnuþáttaka var 82,4% í nóvember, sem er hálfu prósentustigi meira en í október. Samkvæmt árstíðaleiðréttingunni voru atvinnulausir 7.400 í nóvember eða 3,6%, sem er aukning um hálft prósentustig síðan í október.

Fyrir sama tímabil var leiðrétt hlutfall starfandi fólks 79,5%, sem er 0,2 prósentustigum hærra en það var í október. Þrátt fyrir nokkrar sveiflur í mælingum á vinnuafli þá stendur leitni vinnaflstalna síðustu mánaða og árs nánast alveg í stað,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×