Enski boltinn

Tveir frá bæði Liverpool og Tottenham koma til greina sem sá besti í desember

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og Virgil van Dijk hjá Liverpool.
Mohamed Salah og Virgil van Dijk hjá Liverpool. Getty/Clive Brunskill
Enska úrvalsdeildin hefur tilnefnt sjö leikmenn fyrir kosninguna á besta knattspyrnumanni desember í deildinni.

Liverpool og Tottenham eiga bæði tvo leikmenn á listanum en þetta eru þeir Mohamed Salah og Virgil van Dijk hjá Liverpool og svo þeir Harry Kane og Son Heung-min hjá Tottenham.

Aðrir sem eru tilnefndir að þessu sinni eru Eden Hazard hjá Chelsea, Marcus Rashford hjá Manchester United og Felipe Anderson hjá West Ham.





Mohamed Salah var með 6 mörk og 5 stoðsendingar í 7 leikjum Liverpool en þeir unnust allir.

Virgil van Dijk var með 1 mark og 1 stoðsendingu í 7 leikjum Liverpool en þeir unnust allir og Liverpool hélt líka fjórum sinnum markinu hreinu.

Felipe Anderson var með 4 mörk og 1 stoðsendingu í 7 leikjum með West Ham en fimm þeirra unnust.

Eden Hazard var með 3 mörk og 5 stoðsendingar í 7 leikjum Chelsea en fimm þeirra unnust.

Harry Kane var með 6 mörk og 2 stoðsendingar í 7 leikjum Tottenham en fimm þeirra unnust.

Son Heung-min var með 6 mörk og 3 stoðsendingar í 7 leikjum Chelsea en fimm þeirra unnust.

Marcus Rashford var með 3 mörk og 5 stoðsendingar í 7 leikjum Chelsea en fjórir þeirra unnust.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×