Enski boltinn

Tottenham sló met með mörkunum sjö gegn Tranmere

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane þakkar mönnum fyrir leikinn í gær.
Kane þakkar mönnum fyrir leikinn í gær. vísir/getty
Tottenham sló met með stórsigrinum á Tranmere Rovers í enska bikarnum í gærkvöldi en sigur Lundúnarliðsins var aldrei í hættu eftir að fyrsta markið datt inn.

Fernandlo Llorente skoraði þrjú mörk, Serge Aurier tvö og þeir Heung-min Son og Harry Kane sitt hvort markið í sigri á litla liðinu frá Liverpool-borg.

Tottenham hefur ekki unnið leik svona stórt í neinni keppni síðan að félagið var stofnað árið 1882. Þetta er því stærsti sigur félagsins á útivelli í öllum keppnum.

Liðið hefur leikið vel á leiktíðinni. Þeir eru komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, fjórðu umferð enska bikarsins og eru í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Liverpool.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×