Erlent

Heiladauð kona eignaðist barn eftir fjórtán ár í dái

Sylvía Hall skrifar
Konan eignaðist dreng undir lok síðasta árs.
Konan eignaðist dreng undir lok síðasta árs. Vísir/Getty
Karlkyns starfsmönnum Hacienda hjúkrunarheimilisins í Phoenix í Arizona er ekki lengur heimilt að sinna kvenkyns sjúklingum án eftirlits kvenkyns starfsmanna eftir að heiladauð kona sem hefur verið í dái í fjórtán ár eignaðist barn þann 29. desember síðastliðinn. Lögreglan í Phoenix rannsakar nú málið. 

Konan hefur verið í dái eftir að hafa næstum drukknað fyrir fjórtán árum og búið á stofnuninni síðan. Starfsmenn segjast ekki hafa vitað að konan væri ólétt fyrr en hún fór af stað og eignaðist fullfrískan dreng undir lok síðasta árs. 

Starfsmenn eru slegnir og uggandi yfir atburðinum en talið er að karlkyns starfsmaður hafi misnotað konuna kynferðislega.

Talsmenn Hacienda hjúkrunarheimilisins segjast harma atvikið og vinna að því að breyta verkferlum til þess að útiloka að slíkt gerist aftur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×