Erlent

Keypti 278 kílóa túnfisk á yfir þrjár milljónir dala

Andri Eysteinsson skrifar
Kiyoshi Kimura með risavaxna og rándýra túnfiskinn sinn.
Kiyoshi Kimura með risavaxna og rándýra túnfiskinn sinn. EPA/Kimimasa Mayama
Túnfiskkonungurinn sjálfskipaði, Kiyoshi Kimura, eigandi Sushi Zanmai veitingahúsakeðjunnar í Japan, eyddi 3.1 milljón dala í risatúnfisk á fyrsta sjávarfangsuppboði ársins í Tokyo. AP greinir frá því að um sé að ræða tegund sem er í útrýmingarhættu.

Fiskurinn sjálfur vó um 278kg og kostaði meira en Túnfiskkóngurinn bjóst við. Í samtali við AFP sagðist Kimura hafa keypt „góðan túnfisk“ og vonaðist Kimura til þess að viðskiptavinir hans taki vel í risatúnfiskinn. Kimura hefur átt hæsta boð á sjö af síðustu átta nýársuppboðum.

Fyrir uppboðið í ár hafði hann mest eytt 1.4 milljónum dala árið 2013. Verðið á uppboðum er venjulega ekki jafnhátt og á nýársuppboðinu og samkvæmt BBC myndi sambærilegur túnfiskur kosta um 60 þúsund dali á venjulegu uppboði en aðrar reglur gilda á nýársuppboðinu enda vekur það mikið umtal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×