Körfubolti

Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að drepa sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rose þarf að láta verkin tala frekar en orðin.
Rose þarf að láta verkin tala frekar en orðin. vísir/getty
Körfuboltakappinn Derrick Rose fór aðeins fram úr sjálfum sér í viðtali í gær og hefur nú beðist afsökunar á orðum sínum.

Hann bað þá efasemdarmenn um að drepa sig. Hann væri ekkert búinn að vera þó svo þjálfarinn hans, Tom Thibodeau, hafi verið rekinn.

„Hann var þjálfarinn sem hafði trú á mér. Hann kom ferli mínum aftur af stað. Þeir sem halda að það sé allt búið núna ættu að drepa sig,“ sagði Rose svona smekklega.





Rose dró í land á Twitter og sagðist ekki hafa verið að meina þetta bókstaflega. Hann sá samt eftir því að hafa notað þetta orðalag.

Rose hefur komið mjög á óvart með frábærri spilamennsku í vetur. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar árið 2011 en lenti svo í erfiðum meiðslum sem nánast gerðu út um feril hans.

Það gleður því marga að sjá upprisu Rose en færri hafa gaman af svona orðalagi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×