Innlent

Sjaldgæf sjón í höfuðborginni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Klárir á hjólinn enda ekki snjókorn að sjá.
Klárir á hjólinn enda ekki snjókorn að sjá. Vísir/Vilhelm
Snjóleysið í janúar veldur skíðaáhugafólki á suðvesturhorninu áhyggjum en gefur um leið lögreglumönnum kost á að sinna umferðareftirliti á tveimur hjólum í stað fjögurra. Lögreglumenn í mótorhjólateymi getur rúntað um höfuðborgarsvæðið þessa dagana en allajafna væru hjólin fyrir töluverðu síðan komin inn í geymslu fyrir veturinn.

Sex úr teyminu hittust á Skólavörðuholtinu upp úr hádegi í dag og báru saman bækur sínar. Árni Friðleifsson hjá umferðardeild lögreglunnar segir að líklega sé um einsdæmi að ræða að löggurnar geti sinnt eftirliti með umferð á mótorhjólum á þessum tíma árs.

Skólavörðustígur er skreyttur jólaskrauti en engan snjó að sjá.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×