Handbolti

Fram afgreiddi Hauka með minnsta mun og vandræði Selfoss halda áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnheiður átti frábæran leik í kvöld.
Ragnheiður átti frábæran leik í kvöld. vísir/ernir
Fram vann eins marks sigur á Haukum í kvöld, 31-30, en með sigrinum er Fram komið með fimmtán stig í þriðja sætinu. Haukranir eru í fjórða sætinu, þremur stigum á eftir Fram.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og stðan var jöfn í hálfleik, 15-15. Í síðari hálfleik voru það Fram-stúlkur sem voru sterkari aðilinn og höfðu betur að lokum eftir spennuleik.

Berta Rut Harðardóttir og Karen Helga Díönudóttir gerðu sjö mörk hvor fyrir Hauka en Þórey Rósa Stefánsdóttir gerði tíu fyrir Fram. Ragnheiður Júlíusdóttir bætti við níu.

KA/Þór rúllaði yfir Selfoss fyrir norðan, 33-21, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik 16-10. Vandræði Selfyssinga halda áfram.

Hulda Bryndís Tryggvadóttir var markahæst í liði KA/Þór en hún skoraði átta mörk. Næst kom Martha Hermannsdóttir með sex mörk. Olgica Andrijasevic lokaði markinu en hún var með 23 bolta varða.

Í liði Selfoss var það ladsliðskonan Perla Ruth Albertsdóttir sem var markahæst með sjö mörk en næst kom Hulda Dís Þrasdardóttir með fimm mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×