Viðskipti erlent

LG slær í gegn með „náttúrubylgju“ úr sjónvörpum

Samúel Karl Ólason skrifar
Sýningin er sett saman úr 260 OLED sjónvörpum sem eru sveigð á mismunandi hátt.
Sýningin er sett saman úr 260 OLED sjónvörpum sem eru sveigð á mismunandi hátt. GETTY/DAVID BECKER

Sjónvarpsframleiðandinn LG sló í gegn á CES tæknisýningunni í Las Vegas (Consumer Electronics Show) í gær með einstakri sjónvarpssýningu. Sýningin kallast „Massive Curve of Nature“ og hefur notið gífurlegra vinsælda meðal gesta CES og blaðamanna.

Sýningin er sett saman úr 260 OLED sjónvörpum sem eru sveigð á mismunandi hátt. Sjónvörpin sýna svo náttúrumyndir og þar á meðal myndir af fossi sem virðist vera Faxi. Það er annað myndbandið sem sést hér að neðan.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem LG heldur sýningu sem þessa. Í fyrra sköpuðu starfsmenn fyrirtækisins gjá úr sjónvörpum og árið þar áður gerðu þeir göng.

„Náttúrubylgjan“ hefur vakið mikla lukku. AP/ John Locher


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.