Mikilvægt að byrja kynfræðslu fyrr: „Er ekki að tala um að setja smokkinn á eitthvað tréskaft“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2019 15:30 „Við erum að pína börn þegar þau eru lítil til að knúsa fólk sem þau langar ekki að knúsa, sem á að vera kurteisi – en oft er bara verið að fara yfir mörk krakkanna. Við erum að pína þau til að hleypa fólki yfir mörkin sín, en svo erum við að reyna að kenna þeim að þau megi setja mörk þegar þau eru orðin eldri.“ Þetta segir Andrea Marel, sem ásamt Kára Sigurðssyni myndar fræðsluteymið Fokk Me-Fokk You. Saman fræða þau bæði hópa ungmenna og foreldra um heilbrigð samskipti á netinu og öllum þeim samskiptamiðlum sem þar þrífast. Bæði hafa þau mikla reynslu af vinnu með ungu fólki í félagsmiðstöðvum í Reykjavík og segja talsvert um að kynferðisleg áreitni þrífist á miðlum á borð við Snapchat og Instagram. Gerendurnir séu oft ungir og átti sig jafnvel ekki á því að þeir séu að brjóta á öðrum.Gróf kynferðisleg skilaboð Nýlega var rætt við Sólborgu Guðbrandsdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2, en hún heldur úti Instagram-vefnum Fávitar, þar sem finna má skjáskot af brengluðum kynferðislegum skilaboðum sem berast gegnum samfélagsmiðla, en meirihluti þolendanna eru ungar stelpur.Andrea og Kári segjast margoft hafa séð sambærileg skjáskot í sínu starfi og telja mikilvægt að kynfræðsla af einhverju tagi hefjist strax snemma á barnsaldri, þar sem m.a. er farið yfir mikilvægi þess að setja sér mörk og virða mörk annarra. „Fólk heyrir orðið kynfræðsla og þá taka sumir andköf og bara „barnið mitt að fá kynfræðslu í fjórða bekk?“. Það er ekki verið að tala um að setja smokkinn á eitthvað tréskaft, heldur er verið að tala bara um mörk og samskipti kynjanna,“ segir Kári.Rætt verður við þau Andreu og Kára í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar ræða þau m.a. hvernig gott er að foreldrar nálgist ungmenni sín þegar kemur að sístækkandi heimi samfélagsmiðla. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Við erum að pína börn þegar þau eru lítil til að knúsa fólk sem þau langar ekki að knúsa, sem á að vera kurteisi – en oft er bara verið að fara yfir mörk krakkanna. Við erum að pína þau til að hleypa fólki yfir mörkin sín, en svo erum við að reyna að kenna þeim að þau megi setja mörk þegar þau eru orðin eldri.“ Þetta segir Andrea Marel, sem ásamt Kára Sigurðssyni myndar fræðsluteymið Fokk Me-Fokk You. Saman fræða þau bæði hópa ungmenna og foreldra um heilbrigð samskipti á netinu og öllum þeim samskiptamiðlum sem þar þrífast. Bæði hafa þau mikla reynslu af vinnu með ungu fólki í félagsmiðstöðvum í Reykjavík og segja talsvert um að kynferðisleg áreitni þrífist á miðlum á borð við Snapchat og Instagram. Gerendurnir séu oft ungir og átti sig jafnvel ekki á því að þeir séu að brjóta á öðrum.Gróf kynferðisleg skilaboð Nýlega var rætt við Sólborgu Guðbrandsdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2, en hún heldur úti Instagram-vefnum Fávitar, þar sem finna má skjáskot af brengluðum kynferðislegum skilaboðum sem berast gegnum samfélagsmiðla, en meirihluti þolendanna eru ungar stelpur.Andrea og Kári segjast margoft hafa séð sambærileg skjáskot í sínu starfi og telja mikilvægt að kynfræðsla af einhverju tagi hefjist strax snemma á barnsaldri, þar sem m.a. er farið yfir mikilvægi þess að setja sér mörk og virða mörk annarra. „Fólk heyrir orðið kynfræðsla og þá taka sumir andköf og bara „barnið mitt að fá kynfræðslu í fjórða bekk?“. Það er ekki verið að tala um að setja smokkinn á eitthvað tréskaft, heldur er verið að tala bara um mörk og samskipti kynjanna,“ segir Kári.Rætt verður við þau Andreu og Kára í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar ræða þau m.a. hvernig gott er að foreldrar nálgist ungmenni sín þegar kemur að sístækkandi heimi samfélagsmiðla.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira