Huldumaður hafði tekið sér bólstað í húsbíl tónlistarmannsins Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2019 16:29 Julian segir málið hið furðulegasta. Hann er feginn að hafa endurheimt bílinn en tjónið er talsvert. visir/vilhelm Húsbíllinn sem stolið var af tónlistarmanninum Julian Hewlett er kominn í leitirnar. Lögreglan fann hann nú í morgun við Mýrargötu. Málið er hið furðulegasta. Svo virðist sem einhver óþekktur aðili hafi verið farinn á búa í stolnum bílnum.Einhver farinn að búa í bílnum Vísir greindi frá því í gær að bíllinn hafi horfið milli jóla og nýárs en Julian lagði honum við BSÍ. Julian dvaldi á Bretlandi yfir hátíðarnar og svo þegar hann vildi vitja bílsins eftir áramót, þá var hann horfinn. Eftir að Vísir greindi frá hinu dularfulla húsbílshvarfi komst skriður á málið og lögreglan rakst á bílinn og gerði Julian viðvart.Julían hefur notað bílinn meðal annars til að vinna að tónsmíðum og geyma nótur sínar en þær eru nú allar horfnar eftir að einhver kom sér fyrir í bílnum.visir/vilhelm„Það var einhver verkamaður að búa í bílnum,“ segir Julian hissa en feginn því að vera kominn með bílinn aftur í hendur. Og hrósar lögreglunni í hástert fyrir vasklega framgöngu. En, hvorki þjófurinn né sá sem hafði tekið sér bólstað í bílnum, ekki er vitað hvort um sama aðila er að ræða, hafa komið í leitirnar. „Það er fullt af vinnufötum og verkfærum í bílnum. Löggan tók eitthvað af þessu til rannsóknar.“Skemmdir unnar á húsbílnum Julian er feginn því að hafa endurheimt bílinn en tjón hans er tilfinnanlegt. Allir hans persónulegu munir eru horfnir; nótur, tónsmíðar sem hann hafði verið að vinna að, bréf, bækur, myndir og fleira. „Þessu hefur sennilega bara verið hent. Allt horfið nema bangsi hundsins míns,“ segir Julien. Hundurinn Tristan, lítill rakki af tegundinni Chihuahua, er sem sagt kátur en Julien er með sárt ennið þó hann hafi endurheimt bíllinn. Búið var að taka númeraplöturnar af honum og nokkrar skemmdir höfðu verið unnar á honum, svo sem á hurðum og læsingum. Julian segir að afturhurðin sé mikið skemmd en þar hafi bófarnir hafi komist inn. Julien segist einkum hafa notað bílinn til tónsmíða og sem nótnageymslu. „Ég hef fengið frið þar.“ En, ekki svífur mikill listrænn andi yfir vötnum í húsbílnum. Lögreglumál Tengdar fréttir Tónlistarmaðurinn saknar húsbíls síns sáran Húsbíl Julian Hewlett var stolið milli jóla og nýárs. 8. janúar 2019 13:12 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Húsbíllinn sem stolið var af tónlistarmanninum Julian Hewlett er kominn í leitirnar. Lögreglan fann hann nú í morgun við Mýrargötu. Málið er hið furðulegasta. Svo virðist sem einhver óþekktur aðili hafi verið farinn á búa í stolnum bílnum.Einhver farinn að búa í bílnum Vísir greindi frá því í gær að bíllinn hafi horfið milli jóla og nýárs en Julian lagði honum við BSÍ. Julian dvaldi á Bretlandi yfir hátíðarnar og svo þegar hann vildi vitja bílsins eftir áramót, þá var hann horfinn. Eftir að Vísir greindi frá hinu dularfulla húsbílshvarfi komst skriður á málið og lögreglan rakst á bílinn og gerði Julian viðvart.Julían hefur notað bílinn meðal annars til að vinna að tónsmíðum og geyma nótur sínar en þær eru nú allar horfnar eftir að einhver kom sér fyrir í bílnum.visir/vilhelm„Það var einhver verkamaður að búa í bílnum,“ segir Julian hissa en feginn því að vera kominn með bílinn aftur í hendur. Og hrósar lögreglunni í hástert fyrir vasklega framgöngu. En, hvorki þjófurinn né sá sem hafði tekið sér bólstað í bílnum, ekki er vitað hvort um sama aðila er að ræða, hafa komið í leitirnar. „Það er fullt af vinnufötum og verkfærum í bílnum. Löggan tók eitthvað af þessu til rannsóknar.“Skemmdir unnar á húsbílnum Julian er feginn því að hafa endurheimt bílinn en tjón hans er tilfinnanlegt. Allir hans persónulegu munir eru horfnir; nótur, tónsmíðar sem hann hafði verið að vinna að, bréf, bækur, myndir og fleira. „Þessu hefur sennilega bara verið hent. Allt horfið nema bangsi hundsins míns,“ segir Julien. Hundurinn Tristan, lítill rakki af tegundinni Chihuahua, er sem sagt kátur en Julien er með sárt ennið þó hann hafi endurheimt bíllinn. Búið var að taka númeraplöturnar af honum og nokkrar skemmdir höfðu verið unnar á honum, svo sem á hurðum og læsingum. Julian segir að afturhurðin sé mikið skemmd en þar hafi bófarnir hafi komist inn. Julien segist einkum hafa notað bílinn til tónsmíða og sem nótnageymslu. „Ég hef fengið frið þar.“ En, ekki svífur mikill listrænn andi yfir vötnum í húsbílnum.
Lögreglumál Tengdar fréttir Tónlistarmaðurinn saknar húsbíls síns sáran Húsbíl Julian Hewlett var stolið milli jóla og nýárs. 8. janúar 2019 13:12 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Tónlistarmaðurinn saknar húsbíls síns sáran Húsbíl Julian Hewlett var stolið milli jóla og nýárs. 8. janúar 2019 13:12