Körfubolti

Gríska fríkið frábær og toppliðin á sigurbraut í NBA

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Grikkinn er einn albesti leikmaður NBA deildarinnar um þessar mundir
Grikkinn er einn albesti leikmaður NBA deildarinnar um þessar mundir vísir/getty
Níu leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í nótt þar sem mikið var um dýrðir líkt og vanalega. 

Ríkjandi meistarar Golden State Warriors komust aftur á sigurbraut með tíu stiga útisigri á Portland Trail Blazers, 105-115, þar sem Klay Thompson var stigahæstur með 32 stig á meðan Damian Lillard gerði 40 stig fyrir heimamenn. 

Warriors er engu að síður ekki á toppi Vesturdeildarinnar þar sem Denver Nuggets gerði góða ferð til Phoenix og unnu fjögurra stiga sigur, 118-122. Jamal Murray fór mikinn í liði Nuggets; gerði 46 stig auk þess að gefa 8 stoðsendingar og Denver Nuggets því áfram á toppnum í Vestrinu.

Houston Rockets er á hörkusiglingu og vann sinn fjórða leik í röð í nótt þegar liðið heimsótti New Orleans Pelicans. James Harden var allt í öllu líkt og vanalega og skilaði niður 41 stigi í fjögurra stiga sigri, 104-108. 

Milwaukee Bucks heldur áfram að styrkja stöðu sína á toppi Austurdeildarinnar en liðið vann öruggan heimasigur á Brooklyn Nets í nótt, 129-115. Gríska fríkið (e.Greek Freak) Giannis Antetokounmpo var frábær að vanda með 31 stig auk þess sem hann tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. 

Úrslit næturinnar

Milwaukee Bucks 129-115 Brooklyn Nets

New Orleans Pelicans 104-108 Houston Rockets

Washington Wizards 130-126 Charlotte Hornets

Atlanta Hawks 111-108 Cleveland Cavaliers

Memphis Grizzlies 103-112 Boston Celtics

Utah Jazz 129-97 New York Knicks

Phoenix Suns 118-122 Denver Nuggets

Portland Trail Blazers 105-115 Golden State Warriors

Los Angeles Clippers 111-122 San Antonio Spurs

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×