Ólafur Jóhann reiknar ekki með fleiri stórum fjölmiðlasamrunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. desember 2018 20:15 Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner segist ekki reikna með frekari samrunum á milli stórra fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækja á næstunni eftir stórar sameiningar sem hafa gengið í gegn á síðustu mánuðum. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner fyrr á þessu ári en er enn búsettur vestanhafs. Í júní á þessu ári gaf alríkisdómstóll í Washington grænt ljós á 85 milljarða dollara samruna fjarskiptarisans AT&T og fjölmiðlasamsteypunnar Time Warner. Á árinu 2019 mun samruni Disney og Fox líklega ganga í gegn og þá er talið líklegt að CBS muni renna saman við afþreyingarfyrirtækið Viacom. Ólafur Jóhann Ólafsson var aðstoðarforstjóri Time Warner og starfaði hjá fyrirtækinu í 19 ár.Áttu von á frekari samrunum milli stórra fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækja á næstunni nú þegar samruni AT&T og Time Warner er genginn í gegn?„Ég efast um það. Ekki á næstunni. Önnur fjarskiptafyrirtæki munu núna fylgjast vel með AT&T og hvernig þeim vegnar og hvort þetta gengur upp hjá þeim. Þessi stóru fyrirtæki, þau eru í rauninni öll horfin af markaði. Það sem er líklegast að gerist á næstunni er að CBS renni saman við Viacom. Ráðandi hluthafar eru þeir sömu í báðum fyrirtækjum. Það er auðvitað miklu minna í sniðum. En ég held að í bili muni ekkert stórvægilegt gerast á þessum markaði,“ segir Ólafur Jóhann. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner, sem í dag heitir Warner Media, eftir samrunann við AT&T en er enn búsettur í New York. „Ég hef ráðið mínum tíma meira en áður sem hefur verið skemmtilegt. Ég mun alltaf sinna ritstörfum en hvað ég geri annað samhliða þeim veit ég ekki. Ég er svona að skoða eitt og annað. Það getur verið að það verði ekkert, svo getur verið að það verði eitthvað meira. Ég ætla að gera það sem ég hef venjulega ráðlagt mönnum í minni stöðu og það er að vera ekki að flýta sér neitt.“ Fjölmiðlar Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner segist ekki reikna með frekari samrunum á milli stórra fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækja á næstunni eftir stórar sameiningar sem hafa gengið í gegn á síðustu mánuðum. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner fyrr á þessu ári en er enn búsettur vestanhafs. Í júní á þessu ári gaf alríkisdómstóll í Washington grænt ljós á 85 milljarða dollara samruna fjarskiptarisans AT&T og fjölmiðlasamsteypunnar Time Warner. Á árinu 2019 mun samruni Disney og Fox líklega ganga í gegn og þá er talið líklegt að CBS muni renna saman við afþreyingarfyrirtækið Viacom. Ólafur Jóhann Ólafsson var aðstoðarforstjóri Time Warner og starfaði hjá fyrirtækinu í 19 ár.Áttu von á frekari samrunum milli stórra fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækja á næstunni nú þegar samruni AT&T og Time Warner er genginn í gegn?„Ég efast um það. Ekki á næstunni. Önnur fjarskiptafyrirtæki munu núna fylgjast vel með AT&T og hvernig þeim vegnar og hvort þetta gengur upp hjá þeim. Þessi stóru fyrirtæki, þau eru í rauninni öll horfin af markaði. Það sem er líklegast að gerist á næstunni er að CBS renni saman við Viacom. Ráðandi hluthafar eru þeir sömu í báðum fyrirtækjum. Það er auðvitað miklu minna í sniðum. En ég held að í bili muni ekkert stórvægilegt gerast á þessum markaði,“ segir Ólafur Jóhann. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner, sem í dag heitir Warner Media, eftir samrunann við AT&T en er enn búsettur í New York. „Ég hef ráðið mínum tíma meira en áður sem hefur verið skemmtilegt. Ég mun alltaf sinna ritstörfum en hvað ég geri annað samhliða þeim veit ég ekki. Ég er svona að skoða eitt og annað. Það getur verið að það verði ekkert, svo getur verið að það verði eitthvað meira. Ég ætla að gera það sem ég hef venjulega ráðlagt mönnum í minni stöðu og það er að vera ekki að flýta sér neitt.“
Fjölmiðlar Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira