Tveimur hótelstarfsmönnum sagt upp fyrir að henda svörtum gesti út Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2018 21:49 DoubleTree hótelið í Oregon. Google Maps DoubleTree hótelið í Portland, sem rekið er af risahótelkeðjunni Hilton, hefur sagt upp tveimur starfsmönnum sínum sem sakaðir höfðu verið um kynþáttafordóma eftir að myndband náðist af þeim þar sem þeir gerðu þeldökkum hótelgesti að yfirgefa hótelið. BBC greinir frá þessu. Starfsmennirnir sögðu manninn, Jermaine Massey, vera ógn við öryggi annarra gesta þar sem hann „slóraði“ í anddyri hótelsins. Massey sagðist aðeins hafa verið að svara mikilvægu símtali í annars tómu anddyrinu. Hann birti á Þorláksmessu myndband sem hann tók af atvikinu á Twitter. Í færslunni sagðist hann hafa verið „tekinn fyrir á grundvelli kynþáttar og mismunað fyrir að taka símtal í anddyrinu.“Tonight I was racially profiled and discriminated against for taking a phone call in the lobby of my hotel room at @doubletreepdx@doubletree.The security guard “Earl” decided that he would call the police on me,the exact reason is still unclear to me.pls watch and retweet! pic.twitter.com/sZ5ABNsiEO — Jermaine (@Mymainereason1) December 23, 2018 Í myndbandinu af atvikinu, sem átti sér stað 22. desember, sést annar starfsmaðurinn, öryggisvörður sem fjölmiðlar vestanhafs greina frá að heiti Earl Meyers, þar sem hann stendur yfir Massey og skipar honum að yfirgefa hótelið. Engu máli virðist þá skipta að Massey segist vera gestur á hótelinu. „Ekki lengur,“ svaraði Meyers þá og tilkynnti að búið væri að hafa samband við lögregluna vegna Massey. Lögmaður Massey segir hann hafa sýnt fram á hóteldvöl sína með því að framvísa lykilkorti sem gekk að herbergi hans en allt hafi komið fyrir ekki. Hann sagði eina glæpinn sem Massey hefði gerst sekur um vera „að hringja í móður sína og vera svartur á sama tíma.“ DoubleTree hótelið birti í gær Twitter-færslu þar sem greint var frá því að tveimur starfsmönnum hótelsins hefði verið sagt upp vegna málsins og að hótelið liti hvers konar kynþáttamismunun alvarlegum augum. Þá var Massey beðinn innilegrar afsökunar. Margir netverjar hafa svarað færslu hótelsins fullum hálsi og gagnrýna seinagang þess við að gefa út afsökunarbeiðni. Telja margir að afsökunarbeiðnin hafi aðeins verið gefin út til þess að bjarga ímynd hótelsins eftir að málið vakti athygli fjölmiðla.DoubleTree by Hilton has zero tolerance for racism. The DoubleTree by Hilton Portland, independently owned and operated, terminated 2 employees involved in the mistreatment of Mr. Massey and is working with Diversity & Inclusion experts. Hilton deeply apologizes to Mr. Massey. — DoubleTree by Hilton (@doubletree) December 29, 2018 Bandaríkin Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira
DoubleTree hótelið í Portland, sem rekið er af risahótelkeðjunni Hilton, hefur sagt upp tveimur starfsmönnum sínum sem sakaðir höfðu verið um kynþáttafordóma eftir að myndband náðist af þeim þar sem þeir gerðu þeldökkum hótelgesti að yfirgefa hótelið. BBC greinir frá þessu. Starfsmennirnir sögðu manninn, Jermaine Massey, vera ógn við öryggi annarra gesta þar sem hann „slóraði“ í anddyri hótelsins. Massey sagðist aðeins hafa verið að svara mikilvægu símtali í annars tómu anddyrinu. Hann birti á Þorláksmessu myndband sem hann tók af atvikinu á Twitter. Í færslunni sagðist hann hafa verið „tekinn fyrir á grundvelli kynþáttar og mismunað fyrir að taka símtal í anddyrinu.“Tonight I was racially profiled and discriminated against for taking a phone call in the lobby of my hotel room at @doubletreepdx@doubletree.The security guard “Earl” decided that he would call the police on me,the exact reason is still unclear to me.pls watch and retweet! pic.twitter.com/sZ5ABNsiEO — Jermaine (@Mymainereason1) December 23, 2018 Í myndbandinu af atvikinu, sem átti sér stað 22. desember, sést annar starfsmaðurinn, öryggisvörður sem fjölmiðlar vestanhafs greina frá að heiti Earl Meyers, þar sem hann stendur yfir Massey og skipar honum að yfirgefa hótelið. Engu máli virðist þá skipta að Massey segist vera gestur á hótelinu. „Ekki lengur,“ svaraði Meyers þá og tilkynnti að búið væri að hafa samband við lögregluna vegna Massey. Lögmaður Massey segir hann hafa sýnt fram á hóteldvöl sína með því að framvísa lykilkorti sem gekk að herbergi hans en allt hafi komið fyrir ekki. Hann sagði eina glæpinn sem Massey hefði gerst sekur um vera „að hringja í móður sína og vera svartur á sama tíma.“ DoubleTree hótelið birti í gær Twitter-færslu þar sem greint var frá því að tveimur starfsmönnum hótelsins hefði verið sagt upp vegna málsins og að hótelið liti hvers konar kynþáttamismunun alvarlegum augum. Þá var Massey beðinn innilegrar afsökunar. Margir netverjar hafa svarað færslu hótelsins fullum hálsi og gagnrýna seinagang þess við að gefa út afsökunarbeiðni. Telja margir að afsökunarbeiðnin hafi aðeins verið gefin út til þess að bjarga ímynd hótelsins eftir að málið vakti athygli fjölmiðla.DoubleTree by Hilton has zero tolerance for racism. The DoubleTree by Hilton Portland, independently owned and operated, terminated 2 employees involved in the mistreatment of Mr. Massey and is working with Diversity & Inclusion experts. Hilton deeply apologizes to Mr. Massey. — DoubleTree by Hilton (@doubletree) December 29, 2018
Bandaríkin Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira