Tveimur hótelstarfsmönnum sagt upp fyrir að henda svörtum gesti út Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2018 21:49 DoubleTree hótelið í Oregon. Google Maps DoubleTree hótelið í Portland, sem rekið er af risahótelkeðjunni Hilton, hefur sagt upp tveimur starfsmönnum sínum sem sakaðir höfðu verið um kynþáttafordóma eftir að myndband náðist af þeim þar sem þeir gerðu þeldökkum hótelgesti að yfirgefa hótelið. BBC greinir frá þessu. Starfsmennirnir sögðu manninn, Jermaine Massey, vera ógn við öryggi annarra gesta þar sem hann „slóraði“ í anddyri hótelsins. Massey sagðist aðeins hafa verið að svara mikilvægu símtali í annars tómu anddyrinu. Hann birti á Þorláksmessu myndband sem hann tók af atvikinu á Twitter. Í færslunni sagðist hann hafa verið „tekinn fyrir á grundvelli kynþáttar og mismunað fyrir að taka símtal í anddyrinu.“Tonight I was racially profiled and discriminated against for taking a phone call in the lobby of my hotel room at @doubletreepdx@doubletree.The security guard “Earl” decided that he would call the police on me,the exact reason is still unclear to me.pls watch and retweet! pic.twitter.com/sZ5ABNsiEO — Jermaine (@Mymainereason1) December 23, 2018 Í myndbandinu af atvikinu, sem átti sér stað 22. desember, sést annar starfsmaðurinn, öryggisvörður sem fjölmiðlar vestanhafs greina frá að heiti Earl Meyers, þar sem hann stendur yfir Massey og skipar honum að yfirgefa hótelið. Engu máli virðist þá skipta að Massey segist vera gestur á hótelinu. „Ekki lengur,“ svaraði Meyers þá og tilkynnti að búið væri að hafa samband við lögregluna vegna Massey. Lögmaður Massey segir hann hafa sýnt fram á hóteldvöl sína með því að framvísa lykilkorti sem gekk að herbergi hans en allt hafi komið fyrir ekki. Hann sagði eina glæpinn sem Massey hefði gerst sekur um vera „að hringja í móður sína og vera svartur á sama tíma.“ DoubleTree hótelið birti í gær Twitter-færslu þar sem greint var frá því að tveimur starfsmönnum hótelsins hefði verið sagt upp vegna málsins og að hótelið liti hvers konar kynþáttamismunun alvarlegum augum. Þá var Massey beðinn innilegrar afsökunar. Margir netverjar hafa svarað færslu hótelsins fullum hálsi og gagnrýna seinagang þess við að gefa út afsökunarbeiðni. Telja margir að afsökunarbeiðnin hafi aðeins verið gefin út til þess að bjarga ímynd hótelsins eftir að málið vakti athygli fjölmiðla.DoubleTree by Hilton has zero tolerance for racism. The DoubleTree by Hilton Portland, independently owned and operated, terminated 2 employees involved in the mistreatment of Mr. Massey and is working with Diversity & Inclusion experts. Hilton deeply apologizes to Mr. Massey. — DoubleTree by Hilton (@doubletree) December 29, 2018 Bandaríkin Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
DoubleTree hótelið í Portland, sem rekið er af risahótelkeðjunni Hilton, hefur sagt upp tveimur starfsmönnum sínum sem sakaðir höfðu verið um kynþáttafordóma eftir að myndband náðist af þeim þar sem þeir gerðu þeldökkum hótelgesti að yfirgefa hótelið. BBC greinir frá þessu. Starfsmennirnir sögðu manninn, Jermaine Massey, vera ógn við öryggi annarra gesta þar sem hann „slóraði“ í anddyri hótelsins. Massey sagðist aðeins hafa verið að svara mikilvægu símtali í annars tómu anddyrinu. Hann birti á Þorláksmessu myndband sem hann tók af atvikinu á Twitter. Í færslunni sagðist hann hafa verið „tekinn fyrir á grundvelli kynþáttar og mismunað fyrir að taka símtal í anddyrinu.“Tonight I was racially profiled and discriminated against for taking a phone call in the lobby of my hotel room at @doubletreepdx@doubletree.The security guard “Earl” decided that he would call the police on me,the exact reason is still unclear to me.pls watch and retweet! pic.twitter.com/sZ5ABNsiEO — Jermaine (@Mymainereason1) December 23, 2018 Í myndbandinu af atvikinu, sem átti sér stað 22. desember, sést annar starfsmaðurinn, öryggisvörður sem fjölmiðlar vestanhafs greina frá að heiti Earl Meyers, þar sem hann stendur yfir Massey og skipar honum að yfirgefa hótelið. Engu máli virðist þá skipta að Massey segist vera gestur á hótelinu. „Ekki lengur,“ svaraði Meyers þá og tilkynnti að búið væri að hafa samband við lögregluna vegna Massey. Lögmaður Massey segir hann hafa sýnt fram á hóteldvöl sína með því að framvísa lykilkorti sem gekk að herbergi hans en allt hafi komið fyrir ekki. Hann sagði eina glæpinn sem Massey hefði gerst sekur um vera „að hringja í móður sína og vera svartur á sama tíma.“ DoubleTree hótelið birti í gær Twitter-færslu þar sem greint var frá því að tveimur starfsmönnum hótelsins hefði verið sagt upp vegna málsins og að hótelið liti hvers konar kynþáttamismunun alvarlegum augum. Þá var Massey beðinn innilegrar afsökunar. Margir netverjar hafa svarað færslu hótelsins fullum hálsi og gagnrýna seinagang þess við að gefa út afsökunarbeiðni. Telja margir að afsökunarbeiðnin hafi aðeins verið gefin út til þess að bjarga ímynd hótelsins eftir að málið vakti athygli fjölmiðla.DoubleTree by Hilton has zero tolerance for racism. The DoubleTree by Hilton Portland, independently owned and operated, terminated 2 employees involved in the mistreatment of Mr. Massey and is working with Diversity & Inclusion experts. Hilton deeply apologizes to Mr. Massey. — DoubleTree by Hilton (@doubletree) December 29, 2018
Bandaríkin Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent