Innlent

Einn af hverjum fimm finnur fyrir jólakvíða

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Konur eru líklegri til að finna fyrir kvíða í aðdraganda jólahátíðarinnar, en 23,2 prósent kvenna sögðust gera það á móti 15,1 prósenti karla. Athygli vekur að það er frekar ungt fólk sem finnur fyrir jólakvíða en 27,8 svarenda á aldrinum 18 til 24 ára sögðust upplifa kvíða í tengslum við jólin.
Konur eru líklegri til að finna fyrir kvíða í aðdraganda jólahátíðarinnar, en 23,2 prósent kvenna sögðust gera það á móti 15,1 prósenti karla. Athygli vekur að það er frekar ungt fólk sem finnur fyrir jólakvíða en 27,8 svarenda á aldrinum 18 til 24 ára sögðust upplifa kvíða í tengslum við jólin. vísir/vilhelm
Rúmlega 19 prósent af þeim sem afstöðu tóku í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið segjast finna fyrir kvíða í tengslum við jólahátíðina. Áttatíu og eitt prósent segist ekki finna fyrir jólakvíða. Könnunin var gerð í fyrstu viku desembermánaðar.

Svarendur voru 1.260 og var svarhlutfall 55 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.

Konur eru líklegri til að finna fyrir kvíða í aðdraganda jólahátíðarinnar, en 23,2 prósent kvenna sögðust gera það á móti 15,1 prósenti karla. Athygli vekur að það er frekar ungt fólk sem finnur fyrir jólakvíða en 27,8 svarenda á aldrinum 18 til 24 ára sögðust upplifa kvíða í tengslum við jólin.

Þá eru íbúar á landsbyggðinni líklegri til að finna fyrir kvíða í jólamánuðinum, eða 23,2 prósent á móti 16,9 prósentum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins 12,1 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri sögðust upplifa kvíða í aðdraganda jóla.

Þegar kemur að pólitískri afstöðu svarenda þá er stuðningsfólk Pírata og Flokks fólksins líklegra til að finna fyrir jólakvíða, eða 28,7 prósent og 27,6 prósent hvort um sig.

Jólastressið virðist bíta minnst á stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar. Aðeins 12 prósent þeirra sem segjast styðja flokkana sögðust finna fyrir kvíða í jólamánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×