Innlent

Segir tilefni til að skýra rétt neytenda

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Formaður Neytendasamtakanna segir tilefni til að skýra rétt neytenda þegar kemur að skilafrestum jólagjafa, en hvergi er að finna ákvæði um skilarétt á ógallaðri vöru í lögum. Réttur neytenda er ríkastur þegar gjafir eru keyptar á netinu.

Flestar verslanir setja skilamða á vörur sem keyptar eru fyrir jólin. Oft er tímaramminn til að skila vörunni ansi stuttur sem kemur fólki utan af landi oft ansi illa. Í lögum um neytendakaup er ekki að finna ákvæði um skilarétt á ógallaðri vöru, en þrátt fyrir það veita margar verslanir neytendum rétt til skila.



Árið 2000 gaf viðskiptaráðuneytið út verklagsreglur um skilarétt og kemur þar fram að réttur til að skila ógallaðri vöru sé a.m.k 14 dagar frá afhendingu. Þessar reglur eru þó leiðbeinandi og er verslunum því frjálst að ákvarða skiladag. Formaður neytendasamtakanna segir að tilefni sé til að skerpa á rétti neytenda líkt og gert hefur verið þegar kemur að sölu á netinu.



„Það mætti augljóslega skerpa á þessum rétti neytenda og færa hann til jafns við kaup á netinu en þar er fortakslaus réttur neytenda að geta skipt vörum sem keyptar eru á netinu í allt að 14 daga,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×