Erlent

Fundu steingerðan hest með aktygi í rústum Pompeii

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Steingerðar líkamsleifar nokkurra hesta hafa fundist.
Steingerðar líkamsleifar nokkurra hesta hafa fundist. vísir/epa
Steingerðar líkamsleifar af hesti sem enn er með aktygi hafa fundist í rústum húss utan veggja ítölsku borgarinnar Pompeii. Pompeii fór í eyði árið 79 eftir Krist eftir að eldgos í fjallinu Vesúvíus lagði borgina í rúst.

Fornleifafræðingar segja fundinn sjaldgæfan og mikilvægan. Hesturinn var með hnakk og söðul og tilbúinn til brottfarar en mögulega átti að nota hann til þess að bjarga íbúum Pompeii sem voru á flótta undan gosinu.

Líkamsleifar hestsins fundust ásamt steingerðum líkamsleifum annarra hrossa í húsi sem kallað er „Villan dularfulla“ en þar bjó háttsettur maður innan hersins.

Fornleifafræðingarnir sem vinna nú að uppgreftri í villunni hafa auk hestanna meðal annars fundið ofna og freskumyndir í rústunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×