Mestu jólahlýindi í þrettán ár Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2018 11:59 Hlýja loftið á leið til norðurs sést glöggt á korti Veðurstofunnar sem Einar birti með færslu sinni. Veðurstofan Milt loft fer nú yfir landið frá lægð sem fer vestur fyrir Ísland. Spáð er átta stiga hita í Reykjavík og samfelldri rigningu síðdegis. Viðlíka leysingu og almenn hlýindi hefur ekki gert á þessum tíma árs frá því á jóladag árið 2005. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, ber veðrið nú saman við fyrri hlýindi á jólum í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að sjálf lægðin fari fyrir vestan landið án þess að valda stormi hér. Þó muni hvessa nokkuð víða sunnan- og vestanlands um tíma síðdegis í dag. Fyrir utan hlýindi og leysingu á jóladag árið 2005 þegar hitinn var níu stig í Reykjavík og tíu sig á Akureyri í hádeginu og eindregna þíðu á jóladag árið 1997 segir Einar að leita þurfi aftur til 1972 til að finna sambærilegan hita á jóladag. „Þau jól vekja reyndar upp allt aðrar minningar margra sem komnir eru á miðjan aldur og bjuggu þá sunnan- eða suðvestanlands vegna óveðurs sem gerði nokkrum dögum fyrir jól og hafði víðtækar samfélagslegar afleiðingar. Olli ótta, kapphlaupi og í sumum tilvikum örvæntingu,“ skrifar Einar. Nær öll Reykjavík varð rafmagnslaus eftir ofsaveður með þrumum og eldingum 20. desember árið 1972. Eldingu sló þá niður í Búrfellslínu þannig að eldingavarar við Búrfellsvirkjun eyðilögðust. Sló þá Sogsvirkjun út og þar með rafmagni í höfuðborginni. Daginn eftir slitnaði Búrfellslína 1 í óveðrinu og olli töluverðu tjóni í álverinu í Straumsvík. Grípa þurfti til rafmagnsskömmtunar í Reykjavík í kjölfarið. Eldingarnar kveiktu auk þess í tveimur bæjum í Rangárvallasýslu eins og Morgunblaðið rifjaði upp í frétt um aldamótin. Veður Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Milt loft fer nú yfir landið frá lægð sem fer vestur fyrir Ísland. Spáð er átta stiga hita í Reykjavík og samfelldri rigningu síðdegis. Viðlíka leysingu og almenn hlýindi hefur ekki gert á þessum tíma árs frá því á jóladag árið 2005. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, ber veðrið nú saman við fyrri hlýindi á jólum í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að sjálf lægðin fari fyrir vestan landið án þess að valda stormi hér. Þó muni hvessa nokkuð víða sunnan- og vestanlands um tíma síðdegis í dag. Fyrir utan hlýindi og leysingu á jóladag árið 2005 þegar hitinn var níu stig í Reykjavík og tíu sig á Akureyri í hádeginu og eindregna þíðu á jóladag árið 1997 segir Einar að leita þurfi aftur til 1972 til að finna sambærilegan hita á jóladag. „Þau jól vekja reyndar upp allt aðrar minningar margra sem komnir eru á miðjan aldur og bjuggu þá sunnan- eða suðvestanlands vegna óveðurs sem gerði nokkrum dögum fyrir jól og hafði víðtækar samfélagslegar afleiðingar. Olli ótta, kapphlaupi og í sumum tilvikum örvæntingu,“ skrifar Einar. Nær öll Reykjavík varð rafmagnslaus eftir ofsaveður með þrumum og eldingum 20. desember árið 1972. Eldingu sló þá niður í Búrfellslínu þannig að eldingavarar við Búrfellsvirkjun eyðilögðust. Sló þá Sogsvirkjun út og þar með rafmagni í höfuðborginni. Daginn eftir slitnaði Búrfellslína 1 í óveðrinu og olli töluverðu tjóni í álverinu í Straumsvík. Grípa þurfti til rafmagnsskömmtunar í Reykjavík í kjölfarið. Eldingarnar kveiktu auk þess í tveimur bæjum í Rangárvallasýslu eins og Morgunblaðið rifjaði upp í frétt um aldamótin.
Veður Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira