Innlent

Truflanir í útsendingu fréttatíma Stöðvar 2 á jóladag

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Vegna bilana voru miklar mynd- og hljóðtruflanir við útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hófust klukkan 18:30 í kvöld. Upptöku af fréttatímanum má nálgast hér á Vísi. Beðist er velvirðingar á truflununum.

Í fréttatímanum var sagt frá því að á fimmta hundrað eru látnir eftir flóðbylgjuna í Indónesíu. Eyðileggingin blasti við fjölskyldum sem snéru heim í dag. Rætt var við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem telur sig nú vita að karlmaður sem sætt hefur gæsluvarðhaldi vegna innbrota í fjölda bílaleigubíla í miðbænum, hafi brotist inn í hátt í sjötíu bíla og stolið verðmætum fyrir tugi milljóna.

Um fjörutíu manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans í gær en færri leita þangað en oft áður vegna ofneyslu á reyktu kjöti að sögn yfirlæknis. Hann býst við því að álag kunni að aukast í kvöld og næstu daga. Biskup Íslands bar saman gamla tíma og nýja í prédikun í Dómkirkjunni í dag og Frans páfi hvatti til friðar á átakasvæðum.

Þá hittum við nokkra erlenda ferðamenn sem verja jólunum hér á landi en þeir segjast ánægðir með dvölina og kvarta ekki yfir opnunartíma verslana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×