Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Allt of algengt er að fólk í geðrofi þurfi að gista fangageymslur vegna úrræðaleysis. Lögregla hefur áhyggjur af stöðunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við aðstoðaryfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem lítur málið alvarlegum augum.

Einnig tölum við við íslenskan Kúrda sem vill að Ísland kalli saman mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar Trump um að kalla herinn frá Sýrlandi.

Yfirlæknir á Landspítala telur þörf vera á fleiri líffæragjöfum á Íslandi á næstu árum en lög um ætlað samþykki vegna líffæragjafa taka gildi um áramótin.

Þá fylgjumst við með undirbúningi flugeldasölunnar sem er hafinn hjá björgunarsveitum. Í ár stendur til boða að kaupa tré til gróðursetningar til mótvægis við flugeldamengun.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×