Innlent

„Ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis“

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Stjórnvöld í Japan ætla að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næsta sumar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ákvörðun japana ekki setja neitt fordæmi fyrir Ísland. Ákvörðunin hefur verið fordæmd úr ýmsum áttum.

Kristján Þór segir ákvörðun Japana með engum hætti hafa áhrif hér á landi. „Þetta er bara ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis sem að það eitt hefur um að segja og aðrir í raunninni ráða engu um.“ 

Ísland er aðili Alþjóðahvalveiðiráðinu og ekki stendur til að gera breytingar þar á að sögn Kristjáns Þórs. „Við hljótum bara að treysta því að ef Japanir halda áfram hvalveiðum að þá geri þeir það áfram bara með sama hætti og Bandaríkin, Rússland, Noregur og Ísland hafa gert á grunni vísindalegrar ráðgjafar út frá vísindalegri sjálfbærni þeirra veiða sem að kynnu að vera stundaðar.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×