Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. desember 2018 14:00 Frá blaðamannafundinum í dag. Vísir Á blaðamannafundi í dag var kynnt alþjóðlegt Crossfit-mót sem fer fram á Íslandi dagana 3.-5. maí næstkomandi. Um er að ræða eitt af sextán alþjóðlegum mótum þar sem í boði er farseðill á heimsleikana í ár. Fjórar stærstu Crossfit-stjörnur Íslands sátu fyrir svörum á fundinum - þau Björgvin Karl Guðmundsson, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Fyrsta mótið af þeim sextán fór fram í Dúbæ í desember og þar varð Björgvin Karl í öðru sæti í karlaflokki og Sara í þriðja sæti í kvennaflokki. Aðeins sigurvegari hvers móts kemst á heimsleikana sjálfa en einnig verður hægt að komast inn á mótið í gegnum „The Open“ sem fer fram í febrúar og mars. „Miðað við þann árangur sem við höfum náð í íþróttinni finnst mér ótrúlegt að við höfum ekki fengið að halda mót fyrr,“ sagði Björgvin Karl við Vísi í dag. „Nú sjáum við fram á að geta haldið mót með fullt af áhorfendum og sterkum keppendum víðs vegar að úr heiminum.“ Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari íþróttinni og segir að það sé mikill heiður að svo sterkt mót verði haldið hér á landi. „Útlendingum finnst Ísland ótrúlega spennandi og ég er oft spurð að því hvað sé í vatninu hjá okkur og af hverju við höfum náð þessum árangri,“ sagði hún. „Ég held að þetta verði vinsælt mót hjá keppendum enda í lok tímabilsins þar sem fólk verður í kapphlaupi við að tryggja sig inn á heimsleikana.“ Óvíst er um þátttöku þeirra fjögurra sem voru á fundinum í dag en það mun ráðast af því hvort að þau verða komin með keppnisrétt á heimsleikunum þegar kemur að mótinu á Íslandi. „Ég get ekki staðfest strax að ég muni keppa á þessu móti en það kemur í ljós þegar líður á tímabilið. Það eina sem ég hef planað er mót í Afríku í lok janúar og mitt markmið er að koma mér strax á heimsleikana þar. Svo sér maður til hvar maður kepppir enda væri erfitt að hafa ekkert að stafni í hálft ár [þar til heimsleikarnir byrja]. Þannig að ég verð að sjá hvernig spilast úr þessu hjá mér,“ sagði Katrín. Björgvin Karl sagði 99 prósent öruggt að hann myndi keppa á mótinu í maí en nánar verður rætt við þau í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld klukkan 19.10. CrossFit Tengdar fréttir Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sjá meira
Á blaðamannafundi í dag var kynnt alþjóðlegt Crossfit-mót sem fer fram á Íslandi dagana 3.-5. maí næstkomandi. Um er að ræða eitt af sextán alþjóðlegum mótum þar sem í boði er farseðill á heimsleikana í ár. Fjórar stærstu Crossfit-stjörnur Íslands sátu fyrir svörum á fundinum - þau Björgvin Karl Guðmundsson, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Fyrsta mótið af þeim sextán fór fram í Dúbæ í desember og þar varð Björgvin Karl í öðru sæti í karlaflokki og Sara í þriðja sæti í kvennaflokki. Aðeins sigurvegari hvers móts kemst á heimsleikana sjálfa en einnig verður hægt að komast inn á mótið í gegnum „The Open“ sem fer fram í febrúar og mars. „Miðað við þann árangur sem við höfum náð í íþróttinni finnst mér ótrúlegt að við höfum ekki fengið að halda mót fyrr,“ sagði Björgvin Karl við Vísi í dag. „Nú sjáum við fram á að geta haldið mót með fullt af áhorfendum og sterkum keppendum víðs vegar að úr heiminum.“ Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari íþróttinni og segir að það sé mikill heiður að svo sterkt mót verði haldið hér á landi. „Útlendingum finnst Ísland ótrúlega spennandi og ég er oft spurð að því hvað sé í vatninu hjá okkur og af hverju við höfum náð þessum árangri,“ sagði hún. „Ég held að þetta verði vinsælt mót hjá keppendum enda í lok tímabilsins þar sem fólk verður í kapphlaupi við að tryggja sig inn á heimsleikana.“ Óvíst er um þátttöku þeirra fjögurra sem voru á fundinum í dag en það mun ráðast af því hvort að þau verða komin með keppnisrétt á heimsleikunum þegar kemur að mótinu á Íslandi. „Ég get ekki staðfest strax að ég muni keppa á þessu móti en það kemur í ljós þegar líður á tímabilið. Það eina sem ég hef planað er mót í Afríku í lok janúar og mitt markmið er að koma mér strax á heimsleikana þar. Svo sér maður til hvar maður kepppir enda væri erfitt að hafa ekkert að stafni í hálft ár [þar til heimsleikarnir byrja]. Þannig að ég verð að sjá hvernig spilast úr þessu hjá mér,“ sagði Katrín. Björgvin Karl sagði 99 prósent öruggt að hann myndi keppa á mótinu í maí en nánar verður rætt við þau í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld klukkan 19.10.
CrossFit Tengdar fréttir Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sjá meira
Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30
Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00
Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30