Körfubolti

Enginn LeBron James í baráttunni um Englaborg

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Anthony Davis átti frábæran leik í nótt
Anthony Davis átti frábæran leik í nótt vísir/getty
Það var enginn LeBron James í liði Los Angeles Lakers er liðið tapaði á móti nágrönnum sínum úr Englaborg, Los Angeles Clippers í NBA deildinni í nótt.



Liðin úr Englaborginni, Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers mættust í nótt en LeBron James var ekki í liði Lakers.



Clippers vann leikinn 118-107 en þetta var annað tap Lakers í röð, en jafnframt annar sigur Clippers í röð.



Lou Williams var stigahæstur í liði Clippers með 36 stig og Kyle Kuzma var stigahæstur hjá Lakers með 24 stig.



Russell Westbrook fór á kostum í liði Oklahoma City Thunder er hann skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í sigri liðsins á Phoenix Suns, 118-102.



Sömu sögu má segja af Anthony Davis sem skoraði 48 stig og tók 17 fráköst er lið hans, New Orleans Pelicans bar sigurorð af Dallas Mavericks í spennandi leik, 114-112. Slóvenska undrabarnið, Luka Doncic var stigahæstur í liði Dallas með 34 stig.



Úrslit næturinnar:

Charlotte Hornets 100-87 Brooklyn Nets

Washington Wizards 92-101 Chicago Bulls

Orlando Magic 116-87 Toronto Raptors

Indiana Pacers 125-88 Detroit Pistons

Minnesota Timberwolves 120-123 Atlanta Hawks

New Orleans Pelicans 114-112 Dallas Mavericks

Miami Heat 118-94 Cleveland Cavaliers

Pheonix Suns 102-118 Oklahoma City Thunder

Denver Nuggets 102-99 San Antonio Spurs

Los Angeles Lakers 107-118 Los Angeles Clippers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×