Lífið

Mikið umstang í kringum tónleika Ólafs Arnalds

Andri Eysteinsson skrifar
Tónlistamaðurinn Ólafur Arnalds birti skemmtilegt myndband frá tónleikum sínum í Prag í október
Tónlistamaðurinn Ólafur Arnalds birti skemmtilegt myndband frá tónleikum sínum í Prag í október Skjáskot/Ólafur Arnalds
Því að halda tónleika fylgir mikið umstang, starfsliðið í kringum Ólaf Arnalds kynntist því í október hvernig er að setja upp tónleika þegar sviðið er þremur hæðum neðar. Með Ólafi fylgja þrjú píanó sem vega í heildina um 850 kg auk alls búnaðar sem fylgir tónleikahaldi.

Koma þurfti öllu heila klabbinu niður þessar þrjár hæði en lyfta var ekki möguleiki. Því þurfti að halda niður sjö stiga til að komast á réttan stað. Simon, hinn skoski framleiðslustjóri tónleika Ólafs Arnalds, þurfti ásamt fleira starfsfólki að glíma við það vandamál í október þegar Ólafur hélt tónleika í Lucerna Hall í Prag, höfuðborg Tékklands.

Ólafur birti í gær myndskeið sem sýnir verkefnið sem starfsfólkið í kringum Ólaf þurfti að kljást við. Ljóst er að orð Ólafs eru sönn: Án starfsliðs væru engir tónleikar.  


Tengdar fréttir

Vill hafa áhrif á heiminn með tónlistinni

Eitt fremsta tónskáld Íslands, Ólafur Arnalds, hefur gefið út nýja plötu, re:member. Hann hefur farið sigurför um heiminn með tónlist sinni og meðal annars unnið til BAFTA-verðlauna. Hann segir að tónlistin færi fólk saman og myndi tengingar, óháð samtölum.

Leiksigur og margra stjörnu viðtökur

Ný plata Ólafs Arnalds re:member hefur fengið glimrandi dóma um víða veröld frá því að hún kom út. Ólafi bregður fyrir í kvikmyndinni Lof mér að falla en hann sér einnig um tónlistina í þeirri mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×