Lífið

Iggy Azalea svarar fyrir hvers vegna hún stöðvaði ekki tónleika eftir að dansari fékk flogakast

Sylvía Hall skrifar
Azalea var harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum.
Azalea var harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Getty/David Becker
Einn dansara rapparans Iggy Azalea fékk flogakast á miðjum tónleikum rapparans í Rio de Janeiro í Brasilíu á fimmtudagskvöld. Atvikið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem rapparinn stöðvaði ekki tónleikana heldur hélt áfram með lagið sitt Black Widow

Í myndbandi frá tónleikunum sést dansarinn liggja á sviðinu í flogakasti. Azalea heldur áfram með lagið en biður þó um aðstoð bráðatækna á svæðinu á meðan einn dansarana hlúði að þeim sem féll í gólfið. Þegar lagið kláraðist voru tónleikarnir stöðvaðir á meðan dansarinn fékk aðstoð. 





Azalea svaraði fyrir atvikið á Instagram-síðu sinni þar sem hún fullvissaði aðdáendur um að dansarinn væri heill á húfi. Hún sagði ljósin og hitann á sviðinu hafa orsakað flogakastið en hún sjálf hafi ekki gert sér grein fyrir alvarleika málsins. 





„Ég hélt hún hefði fallið og snúið ökkla. Ég veit það hljómar harkalega en þú heldur áfram að syngja þar til tónlistin stöðvast og biður um aðstoð – sem ég gerði,“ skrifaði Azalea og bætti við að hún og hennar teymi hefðu verið mjög eftir sig eftir atvikið og þakklát fyrir að dansarinn væri heill á húfi. 







Fleiri fréttir

Sjá meira


×