Enski boltinn

Lukaku: Ég þurfti að losa mig við vöðva

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Romelu Lukaku
Romelu Lukaku vísir/getty
Romelu Lukaku segist hafa þurft að losa sig við vöðvamassa eftir HM í Rússlandi til þess að komast aftur í sitt besta form.

Lukaku skoraði 27 mörk á fyrsta tímabili sínu með Manchester United en hefur ekki gengið eins vel að finna marknetið í vetur. Í síðustu tveimur byrjunarleikjum hans með United hefur Belginn þó náð að skora mark.

„Á HM þá leið mér mjög vel og ég spilaði mjög vel þar. Hér er leikstíllinn öðruvísi,“ sagði Lukaku eftir 4-1 sigur United á Fulham um helgina.

„Í ensku úrvalsdeildinni get ég ekki spilað með jafn mikið af vöðvum og ég geri með landsliðinu. Ég fann það um leið og ég kom til baka, að ég gat ekki spilað þennan leikstíl í því ástandi sem ég var.“

„Ég þurfti að losa mig við vöðva. Svo ég sleppti því að fara í lyftingasalinn, drekk mikið vatn og borða mikið af fisk og grænmeti. Það hjálpar til.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×