Handbolti

Guðmundur búinn að velja 28 manna hóp fyrir HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. vísir/daníel
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handbolta er búinn að velja þá 28 leikmenn sem koma til greina á HM Þýskalandi og Danmörk í janúar.

Guðnundur mun tilkynna um tuttugu manna æfingahóp sinn eftir níu daga en þá verður haldin sérstakur blaðamannafundur með íslenska landsliðsþjálfaranum.

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er í hópnum en hann var ekki með í síðustu verkefnum liðsins í undankeppni EM.

Níu leikmenn á listanum spila í Olís deildinni hér heima en nítján leikmenn spila erlendis.

Þeir leikmenn sem eru á lista en hafa ekki verið í kringum liðið að undanförnu eru Valsmaðurinn Róbert Aron Hostert, GOG-maðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson, Haukamaðurinn Heimir Óli Heimisson, Kristianstad leikmaðurinn Teitur Örn Einarsson, Sönderjyske leikmaðurnn Arnar Birkir Hálfdánsson og Fjölnismaðurinn Sveinn Jóhannsson sem spilar með ÍR.

Eftirfarandi leikmenn eru í 28 manna hópnum:   

 

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarsson

Ágúst Elí Björgvinsson

Björgvin Páll Gústafsson

Daníel Freyr Andrésson

Vinstra horn:

Bjarki Már Elísson

Guðjón Valur Sigurðsson

Stefán Rafn Sigurmannsson

Vinstri skytta:

Aron Pálmarsson

Daníel Þór Ingason

Ólafur Guðmundsson

Ólafur Gústafsson

Róbert Aron Hostert

Miðjumenn:

Elvar Örn Jónsson

Gísli Þorgeir Kristjánsson

Haukur Þrastarson

Janus Daði Smárason

Hægri skytta:

Arnar Birkir Hálfdánsson

Ómar Ingi Magnússon

Rúnar Kárason

Teitur Örn Einarsson

Hægra horn:

Arnór Þór Gunnarsson

Óðinn Þór Ríkharðsson

Sigvaldi Guðjónsson

Línumenn:

Arnar Freyr Arnarsson

Ágúst Birgisson

Heimir Óli Heimisson

Sveinn Jóhannsson

Ýmir Örn Gíslason

 

Æfingar liðsins hefjast 27. desember næstkomandi og í framhaldi af því verða tveir vináttulandsleikir gegn Aroni Kristjánssyni og hans mönnum í Bahrein í Laugardalshöll 28. og 30. desember.

Liðið heldur til Noregs 2. janúar og tekur þar þátt í Gjendsidige Cup.

Þá heldur liðið til München í Þýskalandi 9. janúar og er fyrsti leikurinn á HM gegn Spánverjum föstudaginn 11. janúar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×