Innlent

Landgangar aftur í notkun á Keflavíkurflugvelli

Sighvatur Jónsson skrifar
Nú rétt fyrir hádegi var hægt að taka landganga aftur í notkun þar sem veður er tekið að lægja.
Nú rétt fyrir hádegi var hægt að taka landganga aftur í notkun þar sem veður er tekið að lægja. Vísir/Vilhelm
Farþegar bíða í þrettán flugvélum á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Nú rétt fyrir hádegi var hægt að taka landganga aftur í notkun. 

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að átta vélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli í morgun og fólki hafi verið hleypt um borð í fimm vélar. Nú rétt fyrir hádegi var verið að taka alla landganga nema einn aftur í notkun.

Guðjón segir að búast megi við einhverjum seinkunum á flugi í dag en unnið verði eins hratt og mögulegt er að því að leysa úr málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×