Enski boltinn

CIty borgar metfé fyrir markvörð úr MLS-deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zack í leik með Columbus.
Zack í leik með Columbus. vísir/getty
Manchester City hefur komist að samkomulagi við Columbus Crew að kaupa markvörðinn Zack Steffen af félaginu.

Kaupverðið er metfé í MLS-deildinni fyrir markvörð en aldrei hefur markvörður verið keyptur á slíka upphæð sem City er að borga fyrir Zack.

Hann hefur leikið sex landsleiki með Bandaríkjunum og var valinn í úrvalsliðið í MLS-deildinni á nýafstaðinni leiktíð en hann skrifar undir fjögurra ára samning við City.

Hann mun ganga í raðir liðsins er sumarglugginn opnar, þann níunda júli næstkomandi. Hann kom til Columbus árið 2016 frá Freiburg í Þýskalandi en Zack er frá Pennsylvaniu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×