Sport

Bara ef allar fjölmiðlaræður þjálfara væru svona ástríðufullar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ed Foley.
Ed Foley. Skjámynd/Twitter/@Temple_FB
Fótboltalið Temple háskólans er að leita sér að nýjum þjálfara en af hverju ekki að ráða bara þann sem tók tímabundið við liðinu. Það verður erfitt að finna ástríðufullara þjálfara því að nýi maðurinn í brúnni í elskar allt og alla.

Ræða Ed Foley hefur vakið mikla lukku á samfélagsmiðlum enda er þar á ferðinni maður uppfullur af bullandi ástríðu fyrir sínum leikmönnum sem og af mikilli ást á skólaliði Temple.

„Við munum æfa af fullum krafti og við munum spila af fullum krafti. Ég vona að við spilum vel en ég veit að við spilum af fullum krafti,“ sagði tilfinningaríkur Ed Foley á fyrsta fjölmiðlafundi sínum.

„Við munum verða margs vísari um bæði Templa og Duke og fáum svar við því hvort þessara liða vill láta finna fyrir sér meira og lengur,“ sagði Foley og fékk mikið klapp í salnum.

Það má sjá ræðu hans hér fyrir neðan.





„Ég vona líka að það fari ekkert framhjá ykkur að hér eru á ferðinni flottustu ungu mennirnir sem hafa gengið um Shreveport. Ég vona að þið fáið tækifæri til að njóta kurteisi þeirra og herramennsku. Ég elska þetta lið og ég elska þessa leikmenn. Ég veit að þið munuð gera það líka,“ sagði Foley.

„Sameinumst í kringum þessa flottu stráka og styðjum þá. Þeir eiga eftir að elska ykkur og þeir eiga eftir að elska Shreveport. Þið munuð líka elska þá. Þeir munu líka meta það mikils að fá að vera hér og þetta verður eitt af stórkoslegustu liðunum sem hafa spilað fyrir skólann,“ sagði Foley.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×