Grunur um að fleiri en fimmtíu karlar hafi keypt vændi af fatlaðri konu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. desember 2018 18:30 Grunur leikur á að um eða yfir fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis þar sem unnið er að því að koma málum hennar í farveg hjá lögreglu. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Frá því miðstöðin var stofnuð fyrir um tveimur árum hefur fjöldi fólks leitað þangað, aðallega konur, sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. „Við erum með alvarlegt mál í farvegi þar sem við kemur kynferðislegt ofbeldi á fatlaðri konu sem er í formi vændis sem við erum að undirbúa að koma í farveg hjá lögreglu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Málið sé gríðarlega umfangsmikið. „Það eru margir aðilar sem hafa sótt eftir þjónustu hennar og keypt vændi af þessari konur og þetta er bara mjög alvarlegt mál.“Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2Hve margir ?„Þetta er yfir nokkra mánuði og það eru í kring um fimmtíu eða sextíu manns,“ segir Ragna. Reynt sé eftir fremsta megni að hlúa vel að konunni og að tryggja öryggi hennar.Ekki í fyrsta í sinn Í Bjarkarhlíð starfi lögregla sem vinnur nú að því að koma málinu til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið verið sent á allra næstu dögum og því ekki tímabært að segja nánar frá umfanginu. Ragna Björg segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fatlað fólk leiti til Bjarkarhlíðar. „Það hafa farið nokkuð mörg mál í gegn hjá okkur þar sem aðstæðurnar eru svona. Við köllum ekki til lögreglu nema einstaklingurinn sé tilbúin til þess og sem betur fer hefur það gerst í nokkrum málum.“Fatlað fólk útsett fyrir ofbeldi Þannig sé nokkuð algengt að fatlað fólk eða fólk með þroskaskerðingu leiti til Bjarkarhlíðar eftir að hafa verið beitt ofbeldi. „Þetta er fólk sem er útsett fyrir ofbeldi. Og ein afleiðingin sem við sjáum alvarlegasta þegar kemur að fötluðu fólki að það er þegar það hefur leitast út í vændi sem afleiðingu af því ofbeldi sem það hefur orðið fyrir.“ Ragna segir að vændiskaupendurnir komist oft í kynni við þolendur í gegn um samfélagsmiðla. „Það virðist bara því miður vera nóg af kaupendum, þeim sem eru tilbúnir að beita annað fólk ofbeldi. Það er nú bara raunveruleikinn í dag, því miður!“ Kynferðisofbeldi Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
Grunur leikur á að um eða yfir fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis þar sem unnið er að því að koma málum hennar í farveg hjá lögreglu. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Frá því miðstöðin var stofnuð fyrir um tveimur árum hefur fjöldi fólks leitað þangað, aðallega konur, sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. „Við erum með alvarlegt mál í farvegi þar sem við kemur kynferðislegt ofbeldi á fatlaðri konu sem er í formi vændis sem við erum að undirbúa að koma í farveg hjá lögreglu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Málið sé gríðarlega umfangsmikið. „Það eru margir aðilar sem hafa sótt eftir þjónustu hennar og keypt vændi af þessari konur og þetta er bara mjög alvarlegt mál.“Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2Hve margir ?„Þetta er yfir nokkra mánuði og það eru í kring um fimmtíu eða sextíu manns,“ segir Ragna. Reynt sé eftir fremsta megni að hlúa vel að konunni og að tryggja öryggi hennar.Ekki í fyrsta í sinn Í Bjarkarhlíð starfi lögregla sem vinnur nú að því að koma málinu til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið verið sent á allra næstu dögum og því ekki tímabært að segja nánar frá umfanginu. Ragna Björg segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fatlað fólk leiti til Bjarkarhlíðar. „Það hafa farið nokkuð mörg mál í gegn hjá okkur þar sem aðstæðurnar eru svona. Við köllum ekki til lögreglu nema einstaklingurinn sé tilbúin til þess og sem betur fer hefur það gerst í nokkrum málum.“Fatlað fólk útsett fyrir ofbeldi Þannig sé nokkuð algengt að fatlað fólk eða fólk með þroskaskerðingu leiti til Bjarkarhlíðar eftir að hafa verið beitt ofbeldi. „Þetta er fólk sem er útsett fyrir ofbeldi. Og ein afleiðingin sem við sjáum alvarlegasta þegar kemur að fötluðu fólki að það er þegar það hefur leitast út í vændi sem afleiðingu af því ofbeldi sem það hefur orðið fyrir.“ Ragna segir að vændiskaupendurnir komist oft í kynni við þolendur í gegn um samfélagsmiðla. „Það virðist bara því miður vera nóg af kaupendum, þeim sem eru tilbúnir að beita annað fólk ofbeldi. Það er nú bara raunveruleikinn í dag, því miður!“
Kynferðisofbeldi Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira