Fótbolti

Unglingur United sá yngsti í Evrópukeppni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Shola Shoretire í leik með U16 ára liði United
Shola Shoretire í leik með U16 ára liði United vísir/getty
Leikmaður Manchester United varð í gær yngsti leikmaðurinn til að spila í unglingadeild UEFA.

Shola Shoretire kom inn á 74. mínútu í 2-1 sigri á Valencia í unglingadeild (e. Youth League) UEFA, Evrópukeppni fyrir U19 lið.

Shoretire er aðeins 14. ára og 314 daga gamall en enginn hefur áður tekið þátt í keppninni sem ekki er orðinn 15.

Sonur Phil Neville, hinn 16 ára Harvey Neville, þreytti einnig frumraun sína í keppninni í gær.

Shoretire hefur æft með yngri landsliðum Englands en hann er einnig löglegur með landsliðum Nígeríu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×