Enski boltinn

Samherji Gylfa átti erfitt uppdráttar hjá Barcelona: „Sá mömmu og pabba þjást“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gomes tekur sig vel út í bláa búningnum.
Gomes tekur sig vel út í bláa búningnum. vísir/getty
Andre Gomes, miðjumaður Everton sem er á láni frá Barcelona, segist líða betur og betur hjá Everton og segir að hann hafi átt erfitt uppdráttar hjá Börsungum.

Gomes er á láni frá Barcelona en hann verður í eldlínunni með Everton sem mætir Manchester City í hádegisleiknum í enska boltanum á morgun.

„Núna líður mér eins og manni,“ sagði hann í samtali við Sky Sports: „Núna líður mér eins og ég sé orðinn þroskaður og kominn með reynslu. Ég er mjög ánægður að vera í ensku úrvalsdeildinni og að vera á Englandi.“

„Faðir minn hafði og hefur enn mikil áhrif á mig. Stundum er þeta erfitt fyrir mig því hann þjáist mikið þegar ég er ekki ánægður,“ sagði Portúgalinn. Það er ljóst að hann og faðir hans eru ansi nánir:

„Þetta var erfitt fyrir mig hjá Barcelona því mér leið ekki vel. Ég átti fína kafla en á slæmum augnablikum var þetta erfitt því ég sá faðir minn og móður mína þjást.“

Nú líður portúgalska miðjumanninum vel og hefur hann verið að finna þjölina í búningi Everton eftir að hafa verið meiddur í byrjun tímabils.

„Ég get ekki sagt að ég sé að spila minn besta fótbolta því ég vil ekki setja steina í veginn til að bæta mig enn frekar. Ég vil verða sterkari líkamlega til þess að ná fram minni bestu frammistöðu.“

„Fólkið hérna er frábært. Allir í starfsliðinu og strákarnir. Stjórinn hefur gefið mér sjálfstraust og ég er ánægður. Ég veit að það er erfitt að hafa leikmann á láni og ég velti fyrir mér hvernig þetta yrði en strákarnir hafa verið frábærir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×