Erlent

Lítill árangur hjá Theresu May

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/ap
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sótti fund leiðtogaráðs ESB í gær. Ekki var búist við því að hún myndi ná miklum árangri í að fá þeim ákvæðum Brexit-samningsins breytt er varða landamæri Írlands og Norður-Írlands. Sú varð heldur ekki raunin. Þau ákvæði hafa verið May til mikilla vandræða og eru helsta fyrirstaðan fyrir því að samningurinn náist í gegnum breska þingið.

Enn hefur engin dagsetning verið sett á atkvæðagreiðslu um samninginn. Hún átti að fara fram í vikunni. May frestaði henni þegar ljóst var að samningurinn yrði kolfelldur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×