Enski boltinn

„Pogba lítur út eins og B-deildar leikmaður“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba
Paul Pogba vísir/getty
Erfiðleikar Manchester United að koma sér í toppbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni sýna fram á undirliggjandi skiptingu innan hópsins að mati sparksérfræðingsins Tim Sherwood.

United er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 16 stigum á eftir toppliði Liverpool en liðin mætast í einum af stærstu leikjum ársins á sunnudaginn.

„Jose verður að finna aðra nálgun því hlutirnir eru ekki að ganga upp eins og er,“ sagði Sherwood í umræðuþættinum The Debate á Sky Sports.

United tapaði fyrir Valencia í Meistaradeild Evrópu í vikunni og missti því af toppsæti riðilsins.

„Paul Pogba lítur út eins og B-deildar leikmaður en hann hefur orðið heimsmeistari. Jose þarf að setja hann í byrjunarliðið gegn Liverpool og segjast treysta honum.“

„Það er svo mikil skipting í herbúðum United allt frá Jose og niður til leikmannanna. Þeir eru allir að fara í mismunandi áttir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×