Enski boltinn

Klopp svarar Mourinho: Þarf ég að vinna titil?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Flestir eru sammála um að Klopp hafi gert frábæra hluti á Anfield, en hann hefur enn ekki bætt neinu við í verðlaunaskápinn.
Flestir eru sammála um að Klopp hafi gert frábæra hluti á Anfield, en hann hefur enn ekki bætt neinu við í verðlaunaskápinn. vísir/getty
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að það snúist ekki allt um að vinna titla. Liverpool mætir erkifjendum sínum í Manchester United á morgun.

Jose Mourinho minnti á mikilvægi þess að vinna titla á blaðamannafundi sínum á föstudaginn en hann hefur unnið titil með Manchester United á meðan Klopp er enn titlalaus hjá Liverpool.

„Titlar skipta máli þegar þú átt möguleika á að berjast um þá og markmiðið er að vinna titla,“ sagði Mourinho.

Klopp, aðspurður hvort þegar upp væri staðið skiptu titlar mestu máli í þessu starfi, var ekki sammála.

„Nei, það er ekki satt. Þarf ég að vinna titil?“ spurði Klopp til baka í viðtali við Telegraph.

„Fólk man kannski eftir titlum en það sem ég geri er að gera það besta úr því sem félagið gefur mér, þaþð er það sem ég trúi á.

„Ef fólk segir að tímabil okkar í Meistaradeildinni á síðasta tímabili hafi ekki skilað árangri afþví við unnum ekki úrslitaleikinn þá get ég ekki breytt skoðun þeirra. Náðum við árangri á lokasprettinum? Nei. En ferðin þangað var frábær,“ sagði Klopp.

„Pressan að ég þurfi að vinna titla til þess að halda starfinu er utan að komandi. Ef þú veist um einhvern annan sem getur skilað starfinu betur þá þarf hann að taka við.“

Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 16:00 á morgun, sunnudag, og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×