Enski boltinn

Leeds aftur á toppinn eftir útisigur

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Jón Daði kom inn á í dag
Jón Daði kom inn á í dag vísir/getty
Leeds United komst aftur á topp Championship deildarinnar eftir útisigur á Bolton í dag, og þá snéri Jón Daði Böðvarsson aftur í lið Reading eftir meiðsli.



Alls fóru fram níu leikir í ensku b-deildinni í dag. Birkir Bjarnason var ekki með Aston Villa í dag vegna meiðsla en Jón Daði Böðvarsson er búinn að jafna sig á sínum meiðslum og snéri aftur í lið Reading í dag.



Jón Daði byrjaði á bekknum er Reading heimsótti Rotherham en hann kom inn á á 79. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir Reading. Rotherham jafnaði hins vegar leikinn í uppbótartíma og lokatölur 1-1 jafntefli.



Reading er í basli í deildinni en liðið er í 21. sæti, en aðeins markatala skilur liðið frá fallsæti.



Aston Villa, lið Birkis Bjarnasonar gerði jafntefli við Stoke, 2-2 en Birkir var ekki með vegna meiðsla. Bæði lið eru í baráttunni um umspilssæti en Aston Villa er þremur stigum frá umspilssæti á meðan Stoke er fimm stigum frá því.



Leeds United vann góðan útisigur á Bolton en Patrick Bamford skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik.



Með sigrinum komst Leeds á toppinn, allavega um stundarsakir, en Norwich mætir Bristol City í kvöld, em með sigri kemst Norwich aftur á toppinn. Liðin eru í mikilli baráttu um efstu tvö sætin, og eru komin með þægilega forystu á liðin fyrir neðan.



Öll úrslit dagsins:

Aston Villa 2-2 Stoke City

Blackburn Rovers 2-2 Birmingham City

Bolton Wanderers 0-1 Ledds United

Hull City 2-0 Brentford

Ipswich Town 1-0 Wigan Athletic

Preston North End 3-2 Milwall

QPR 2-1 Middlesbrough

Rotherham United 1-1 Reading

Swansea City 2-1 Sheffield Wednesday




Fleiri fréttir

Sjá meira


×