Erlent

Nýr starfsmannnastjóri Hvíta hússins kallaði Trump „hræðilega manneskju“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mick Mulvaney er eflaust ekki ánægður í dag með ummælin sem hann lét falla fyrir tveimur árum.
Mick Mulvaney er eflaust ekki ánægður í dag með ummælin sem hann lét falla fyrir tveimur árum. Win McNamee/Getty
Mick Mulvaney, sem tekur við starfi starfsmannastjóra Hvíta hússins í byrjun næsta árs, sagði rétt áður en Donald Trump náði kjöri til embættis Bandaríkjaforseta að Trump væri „hræðileg manneskja.“

Mulvaney lét ummælin falla 2. nóvember 2016 í kappræðum við þáverandi andstæðing hans í þingkosningum vestanhafs, demókratann Fran Person. Donald Trump náði kjöri aðeins fjórum dögum síðar, þann 6. nóvember.

Ummælin komu í kjölfar þess að Mulvaney lýsti því yfir að hann teldi að Hillary Clinton, andstæðingur Trump í forsetakosningunum, myndi stýra Bandaríkjunum í ranga átt, næði hún kjöri. Því styddi hann Trump, en einungis af illri nauðsyn.

„Já, ég styð Donald Trump en ég geri það þrátt fyrir þá staðreynd að mér finnst hann vera hræðileg manneskja,“ sagði Mulvaney.

Myndskeið af því þegar Mulvaney lét ummælin falla má sjá hér að neðan.  


Tengdar fréttir

Trump skipar nýjan starfsmannastjóra

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×