Enski boltinn

Pochettino stýrði Tottenham til sigurs í hundraðasta sinn

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Pochettino gat leyft sér að brosa eftir leik
Pochettino gat leyft sér að brosa eftir leik vísir/getty
Mauricio Pochettino stýrði Tottenham til sigurs í hundraðasta sinn í dag er liðið bar sigurorð á Burnley.



Sigurinn reyndist Tottenham erfiður en sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma en Christian Eriksen skoraði eina mark leiksins.



„Við áttum fyllilega skilið að vinna þennan leik. Stundum ertu ekki verðlaunaður, en við gerðum allt til þess að vinna,“ sagði Pochettino.



„Ef þú vinnur hart að þér, ert þolinmóður, og heldur áfram að reyna, verðuru verðlaunaður. Ég er gríðarlega ánægður með mikilvæg þrjú stig eftir að hafa komist áfram í Meistaradeildinni. Þetta var frábær vika fyrir okkur.“



Líkt og áður segir, var þetta hundraðasti sigur Pochettino sem stjóri Tottenham. Afrekið náði hann í 169 leikjum en það er tíu leikjum færra heldur en Arsene Wenger náði á sínum tíma með Arsenal.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×