Enski boltinn

Dier fékk botnlangabólgu og spilar ekki fyrr en á nýju ári

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dier er lykilmaður á miðju Tottenham
Dier er lykilmaður á miðju Tottenham vísir/getty
Tottenham verður án krafta Eric Dier þangað til á nýju ári. Miðjumaðurinn þurfti að láta fjarlægja úr sér botnlangann.

Dier var ekki í leikmannahópi Tottenham sem vann Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann hefur byrjað 13 af 17 leikjum Tottenham í deildinni í vetur.

Dier er kominn með 2 mörk í 17 leikjum í öllum keppnum fyrir Tottneham á tímabilinu.

Tottenham er í þriðja sæti deildarinnar með 39 stig, fimm stigum á eftir toppliði Manchester City fyrir leiki dagsins, en umferðin klárast með þremur leikjum í dag.

„Hann mun fá tíma til að jafna sig áður en hann fer í endurhæfingu. Búist er við því að hann byrji aftur að æfa með liðinu í janúar,“ sagði í tilkynningu frá Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×