Enski boltinn

38 ár síðan Wolves vann síðast þrjá í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nýliðar Wolves hafa strítt hverju liðinu á fætur öðru
Nýliðar Wolves hafa strítt hverju liðinu á fætur öðru vísir/getty
Lið Wolverhampton Wanderers bætti 38 ára gamalt met með sigri sínum á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Wolves er nýliði í ensku úrvalsdeildinni en hefur spilað mjög vel í vetur og fór með sigrinum upp fyrir Everton í sjöunda sæti deildarinnar.

Sigurinn var sá þriðji í röð hjá Wolves í deildinni og er þetta í fyrsta skiptið í 38 ár sem Wolves vinnur þrjá leiki í röð í efstu deild á Englandi.

Eftir frábæra byrjun á tímabilinu fór að halla undan fæti þegar leið á haustið. Wolves vann hins vegar 2-1 sigur á Chelsea í byrjun desember, fylgdi honum eftir með sigri á Newcastle og nú Bournemouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×