Fótbolti

Gerrard búinn að koma Rangers á toppinn

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Gerrard má brosa yfir gengi lærisveina sinna
Gerrard má brosa yfir gengi lærisveina sinna vísir/getty
Steven Gerrard er að gera ljómandi fína hluti á sínu fyrsta tímabili sem stjóri Rangers í skosku úrvalsdeildinni en hann liðið komst á toppinn í deildinni eftir heimasigur á Hamilton, 1-0.



Rangers byrjaði af krafti í leiknum í dag, en Daniel Candeias kom heimamönnum yfir strax á þriðju mínútu leiksins.



Reyndist mark Candeias vera eina mark leiksins og þrjú stig í hús hjá lærisveinum Gerrard.



Erkifjendur Rangers úr Glasgow-borg, Celtic mættu Hibernian á útivelli í dag og máttu þeir þola 2-0 tap.



Með sigri hefði Celtic komist á toppinn, en í stað þess þurfa þeir að horfa upp á erkifjendur sína í Rangers í toppsætinu á markatölu. Kilmarnock er í öðru sæti deildarinnar, en Celtic í því þriðja.



Celtic á tvo leiki til góða á Kilmarnock en einn leik á Rangers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×