Handbolti

Frakkland Evrópumeistari á heimavelli eftir sigur á Rússum

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Frakkar eru Evrópumeistarar í handbolta kvenna
Frakkar eru Evrópumeistarar í handbolta kvenna vísir/getty
Frakkland varð í dag Evrópumeistari í handbolti kvenna á heimavelli eftir að hafa unnið Rússland í úrslitaleik í París, 24-21.



Þetta var fyrsti Evrópumeistaratitill Frakka í kvennaflokki en þær höfðu aldrei áður komist í úrslitaleik á Evrópumóti.



Frakkar hófu leikinn af krafti og komust í 3-1 snemma leiks. Rússar komust þá meira inn í leikinn og var jafnræði með liðunum næstu mínúturnar.



Frakkland leiddi með einu marki í hálfleik, 13-12.



Frakkar létu forystuna aldrei af hendi í seinni hálfleik, þótt svo Rússar voru aldrei langt undan.



Um miðbik seinni hálfleiks náðu Frakkar þriggja marka forystu og létu þær hana aldrei af hendi, lokatölur 24-21 og það verður fagnað í París í kvöld.

 

Alexandra Lacrabere varð markahæst í liði Frakka en hún skoraði sex mörk.



Rússar þurfa því að sætta sig við silfur en þetta er í annað skiptið sem þær tapa úrslitaleik Evrópumótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×