Enski boltinn

Southgate valinn þjálfari ársins í Bretlandi

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Southgate á verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi
Southgate á verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi vísir/getty
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta var valinn þjálfari ársins í Bretlandi í gærkvöldi.



Árið 2018 var ljómandi gott fyrir enska landsliðið, eitthvað það besta í fjölda ára.



Landsliðið gerði góða hluti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi síðastliðið sumar og komst alla leið í undanúrslitin.



Þar töpuðu þeir gegn Króötum, og enduðu þeir svo á að tapa gegn Belgum í leiknum um bronsið.



Gott gengi Englands hélt svo áfram í Þjóðadeild UEFA þar sem þeir unnu riðil sinn, sem innihélt Spán og Króata, og leika þeir því í undanúrslitum um Þjóðadeildarbikarinn.



Í undanúrslitunum mæta þeir Hollendingum.



„Ég er ótrúlega stoltur að fá þessi verðlaun. Ef þú vinnur sem þjálfari, þá þýðir það leikmennirnir eru að gera eitthvað rétt,“ sagði Southgate.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×