Handbolti

Mikilvægur sigur hjá Ágústi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst Elí er í æfingarhópnum fyrir HM í janúar.
Ágúst Elí er í æfingarhópnum fyrir HM í janúar. vísir/vilhelm
Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Sävehof unnu góðan sigur á Lugi, 29-25, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Í raun var ótrúlegt jafnvægi því liðin skiptust á að skora þangað til í stöðunni 14-13.

Þá náðu gestirnir í Lugi mest tveimur mörkum í forystu en heimamenn í Sävehof voru ekki af baki dottnir. Þeir komu til baka og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 29-25.

Ágúst Elí stóð vaktina í marki Sävehof. Hann gerði vel í fyrri hálfleik og varði sjö skot en náði sér ekki á strik í síðari hálfleik.

Eftir sigurinn er Sävehof komið upp í fjórða sæti deildarinnar en liðið er með 22 stig, tveimur stigum á eftir Malmö sem er í öðru sætinu.

Á toppnum er Íslendingaliðið Kristianstad sem er með örugga forystu en þeir spila á miðvikudaginn gegn Ystads sem er í fjórða sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×