Erlent

Ætlar að leggja fram vantrauststillögu á May

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Corbyn lagði í dag fram vantrauststillögu á May forsætisráðherra.
Corbyn lagði í dag fram vantrauststillögu á May forsætisráðherra. Niklas Halle'n/Getty
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands,tilkynnti í dag að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu gegn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanni Íhaldsflokksins.

Tillagan kemur í kjölfar þess að forsætisráðherrann seinkaði atkvæðagreiðslu um útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið, þar sem hún viðurkenndi að samningurinn yrði líklegast ekki samþykktur af þinginu. Atkvæðagreiðslan átti að fara fram í síðustu viku, en nú er stefnt að því að hún fari fram um miðjan janúar.

Corbyn sagði óásættanlegt að May ætlaði sér að draga atkvæðagreiðslu í þinginu og að forsætisráðherrann hafi „leitt bresku þjóðina í þjóðarkrísu.“

Þá hvatti Corbyn þingmenn til þess að styðja tillöguna sem lýsir því yfir að þeir „beri ekki traust til forsætisráðherrans þar sem henni mistókst að gefa þinginu tækifæri á að kjósa um leið og færi gafst.“

Ekki liggur fyrir hvenær atkvæðagreiðslan um vantraustið á hendur May fer fram.


Tengdar fréttir

Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina

May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×