Enski boltinn

Lögreglan rannsakar líkamsárás fyrrum leikmanns Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Breska lögreglan hefur hafið rannsókn á meintri líkamsárás fyrrum leikmanns enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea en málið kemur upp í framhaldi af ásökunum um kynþáttafordóma gagnvart ungum leikmönnum á áttunda, níunda og tíunda áratugnum.

BBC fjallar um málið og vitnar þar meðal annars í einstakling sem sakaði Chelsea um slæma kynþáttafordóma á þessum þremur áratugum.

Chelsea hefur verið í miðpunktinum á umræðunni um kynþáttafordóma í enskri knattspyrnu eftir að Manchester City maðurinn Raheem Sterling sagði frá kynþáttaníði stuðningsmanna Chelsea gagnvart sér í leik Chelsea og Manchester City á Stamford Bridga á dögunum.

Í framhaldinu fóru að koma fram sögur um slæma menningu innan raða Chelsea þegar kemur að kynþáttafordómum. Það nýjast í málinu er að fyrrum leikmaður félagsins hafi brugðist illa við slíku og ráðist á níðinginn sinn.





Lögreglan í London, Metropolitan Police, sendi frá sér yfirlýsingu sem blaðamaður BBC vitnar í.

 „Lögreglan fékk í september inn til sín tilkynningu um líkamsárás sem kom til vegna kynþáttafordóma. Atvikið gerðist ekki nýlega og lögreglan er að kanna málið betur,“ segir í tilkynningunni og þar kemur ennfremur fram:

„Það hefur enginn verið handtekinn í tengslum við málið og við erum ekki tilbúnir að staðfesta við hverja við höfum rætt.“

Chelsea brást við ásökunum um kynþáttafordóma innan félagsins með því að segja að félagið taki þeim mjög alvarlega.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×