Handbolti

Seinni bylgjan: Besti vinstri hornamaðurinn spilar með Akureyri að mati Arnars

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir ræddu Akureyri í jólaþættinum á mánudaginn.
Strákarnir ræddu Akureyri í jólaþættinum á mánudaginn. vísir/skjáskot
Akureyri vann frábæran sigur á Selfyssingum í síðustu umferðinni í Olís-deild karla fyrir jólafrí sem fór fram um helgina.

Seinni bylgjan ræddi um sigurinn öfluga og byrjaði á að ræða vinstri hornamanninn Ihor Kopyshynskyi sem skoraði ellefu mörk í leiknum um helgina.

„Hann er gæða leikmaður. Hann er besti vinstri hornamaður deildarinnar,“ sagði Arnar Pétursson og er Tómas Þór sagði að hann myndi spila fyrir toppliðin í deildinni ef Akureyri passaði sig ekki svaraði Arnar:

„Ef við værum ekki með þrjá í Eyjum þá...,“ grínaðist Arnar en hann stóð í brúnni í Eyjum í níu ár. Nú eru þrír vinstri hornamenn í Eyjum og þeir eru ekki á flæðiskeri staddir með þá stöðu.

„Þeir eru alltaf að berjast og ég hef ekki séð þá detta niður í eina mínútu. Þeir geta verið fimm mörkum undir en þeir henda sér alltaf á boltann. Það er karakter,“ sagði Logi Geirsson, annar spekingur þáttarins.

Alla umræðuna um Akureyri má sjá hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Sigur Akureyri gegn Selfoss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×