Handbolti

Óðinn hafði betur gegn Gunnari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Óðinn lék með FH á síðustu leiktíð
Óðinn lék með FH á síðustu leiktíð vísir/vilhelm
Óðinn Þór Ríkharðsson hafði betur gegn Gunnari Steini Jónssyni í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

GOG sótti Ribe-Esbjerg heim og fór að lokum með öruggan sigur af ólmi 21-28. Óðinn Þór skoraði fimm af mörkum GOG úr sjö skotum.

Gunnar Steinn gerði þrjú nmörk fyrir Ribe-Esbjerg og átti eina stoðsendingu. Rúnar Kárason var ekki í leikmannahópi Esbjerg.

Mikið jafnræði var í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að hafa forystuna. Þegar komið var til hálfleiks voru það heimamenn sem voru yfir 11-10.

Þeir héldu forystunni framan af í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en á 47. mínútu að GOG náði að jafna. Þá tók við erfiður kafli hjá heimamönnum og gestirnir sigldu fram úr.

Munurinn var orðinn fimm mörk á 52. mínútu og Ribe-Esbjerg náði ekki að koma til baka og gera leikinn spennandi undir lokin, sjö marka sigur GOG raunin þegar upp var staðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×